fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Meistaradeildin: Arsenal komið áfram eftir svakalega dramatík

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. mars 2024 22:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Porto í kvöld.

Porto byrjaði leikinn vel en snemma í fyrri hálfleiknum tóku heimamenn öll völd á vellinum og hótuðu marki. Það kom þó ekki fyrr en á 41. mínútu þegar Leandro Trossard skoraði eftir stórbrotna stungusendingu Martin Ödegaard.

Arsenal náði ekki að fylgja markinu eftir í seinni hálfleik og gestirnir lokuðu vel á þá. Svo fór að meira var ekki skorað í venjulegum leiktíma. Lokatölur 1-0 og staðan samanlagt 1-1. Því var farið í framlengingu.

Þar var mikil þreyta komin í liðin og ekkert skorað. Vítaspyrnukeppni þurfti.

Þar varði David Raya tvisvar í marki Arsenal, sem er komið áfram í 8-liða úrslitin.

Bayern Munchen, Real Madrid, Manchester City, PSG og Barcelona eru einnig komin áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni

Lewandowski og Werner ekki á leiðinni
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“