fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Kröftug strákastund Krafts – Tilvalinn viðburður fyrir strákahópa að mæta á

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2024 17:55

Karlakvöld Krafts

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kröftug strákastund Krafts fer fram á KEX, þriðjudaginn 12. mars kl. 19.30. Viðburðurinn er haldinn í tilefni af Mottumars sem er nú í fullum gangi og er kvöldið frábær vettvangur fyrir til dæmis herrahópa til að taka sig saman og fara á. 

Áhrif krabbameinsgreiningar hjá einum aðila á nærumhverfi viðkomandi eru mikil og því mikilvægt að heyra sögur annara og finna að maður er kannski ekki einn að vesenast með þessa krefjandi reynslu.

Frábær hópur af strákum sem allir hafa reynslu af krabbameini á einn eða annan hátt munu  deila reynslu sinni með salnum og er tilgangur viðburðarins að gestir hans geti speglað sig í reynslu þeirra.

Reynsluboltarnir sem munu koma og segja frá eru;

Sóli Hólm, skemmtikraftur, mun segja frá sinni reynslu og sjokkinu við það að greinast með krabbamein og verkefninu að ná heilsu að nýju.

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður, mun segja frá sinni reynslu hvernig er að vera maki en konan hans greindist með mergæxli fyrir um tveimur árum síðan.

Rafn Heiðdal og Skúli Andrésson munu segja frá því hvernig þeir tækluðu veikindi Rafns og hvernig áhrif það hafði á vinskap þeirra.

Hilmar Orri Jóhannsson mun segja frá því hvernig var að greinast með eistnakrabbamein sem nýbakaður pabbi og í miðju háskólanámi og hvernig vegferðin hefur verið eftir krabbameinsmeðferðina.

Í lok stundarinnar mun Valdimar Guðmundsson stíga á stokk og taka nokkur lög.

Matti Osvald, heilsufræðingur og markþjálfi Ljóssins og Róbert Jóhannsson, umsjónarmaður StrákaKrafts, munu leiða þessa kraftmiklu strákastund.

Það er ókeypis á viðburðinn og fyrir þá sem mæta snemma eru frábær tilboð á Flatus veitingastaðnum á KEX.

Kraftur mælir með að allir karlmenn standi með sínum og mæti á þessa flottu strákastund. Taki með sér vin eða vandamenn því flestir geta speglað sig í einhverjum af þeim reynsluboltum sem munu stíga fram og segja frá sinni reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs