fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

England: Tottenham valtaði yfir Villa í Birmingham – Son með stórleik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. mars 2024 15:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa 0 – 4 Tottenham
0-1 James Maddison(’50)
0-2 Brennan Johnson(’53)
0-3 Son Heung-Min(’91)
0-3 Timo Werner(’94)

Tottenham vann frábæran sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Aston Villa á útivelli.

Fyrri hálfleikurinn á Villa Park var í raun hundleiðinlegur en hvorugt lið átti skot á markið.

Það breyttist allt í þeim síðari en eftir 53 mínútur voru gestirnir í Tottenham komnir með tveggja marka forystu.

James Maddison skoraði fyrra markið og bætti Brennan Johnson við öðru stuttu síðar.

John McGinn, fyrirliði Villa, var rekinn af velli á 65. mínútu með beint rautt spjald og ljóst að útlitið var afar svart fyrir heimamenn.

Son Heung-Min bætti svo við þriðja marki heimaliðsins áður en Timo Werner kláraði dæmið, 4-0 lokatölur.

Son átti frábæran leik fyrir Tottenham en hann lagði upp tvö af þessum mörkum ásamt því að skora eitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn