fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar með boð til Sýnar eftir umtalaðan pistil – „Verðum við þá að bjóða upp á áfallahjálp fyrir Gumma Ben?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 12:30

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill blaðamanns Vísis um þátttöku íslenska karlalandsliðsins í komandi leik gegn Ísrael hefur vakið þó nokkra athygli og var hann til umræðu í nýjasta þætti af Dr. Football.

Um er að ræða undanúrslitaleik í umspili um sæti á EM næsta sumar en einhverjir hafa gagnrýnt KSÍ í aðdraganda leiksins og jafnvel gengið svo langt að segja að Ísland eigi ekki að spila leikinn vegna stríðsástandsins á Gaza.

„Þá var auðvelt fyrir KSÍ að taka afstöðu gegn Rússum. Og reyndi í raun aldrei á það að taka raunverulega afstöðu vegna þess UEFA hafði tekið þessa ákvörðun. Það er auðvelt að taka afstöðu gegn einhverju þegar þú hefur engu að tapa. Þegar eitthvað er undir og hætta er á að tapa einhverju, þá vandast málið,“ segir meðal annars í pistli sem birtist á Vísi á þriðjudag.

„Treystir Sýn sér til að sýna leikinn? Þeir eiga þennan leik og þeim blöskrar að við séum að fara að spila. Verðum við þá að bjóða upp á áfallahjálp fyrir Gumma Ben ef hann er að lýsa?“ sagði Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football, á léttum nótum í nýjasta þætti sínum. Vísir er í eigu Sýnar, sem og Stöð 2 Sport sem sýnir leikinn.

„Ég skal sýna þennan leik inni á Dr. Football.is,“ sagði Hjörvar enn fremur.

Ljóst er að það að neita að taka þátt í leiknum gegn Ísrael myndi hafa í för með sér þungar refsingar fyrir íslenska knattspyrnusambandið.

„Við verðum að velja okkar slagi. Mér finnst afstaða KSÍ í þessu máli búin að vera mjög fín. Það er búið að koma fram ákveðin gagnrýni og sambandið vildi ekki spila í Ísrael. Það er fínasta niðurstaða en við getum ekki farið með málið lengra. Það er á forræði UEFA að beita sér eitthvað frekar í málinu. Ef við gerum eitthvað meira fer fókusinn mögulega af leiknum sjálfum,“ sagði sparkspekingurinn Jóhann Már Helgason sem var einnig með Hjörvari í nýjasta þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“