fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Kate Winslet opnar sig um eigin baráttu í skugga Ozempic-æðisins

Fókus
Þriðjudaginn 5. mars 2024 15:30

Kate Winslet í Titanic. Joan Rivers grínaðist með það að holdafar leikkonunnar hefði átt þátt í að sökkva Titanic í myndinni frægu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska leikkonan Kate Winslet gagnrýnir þær Hollywood-stjörnur sem hoppað hafa á Ozempic-vagninn undanfarin misseri. Sjálf hefur Winslet glímt við átröskun eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir holdafar sitt.

Winslet var í viðtali við bandaríska stórblaðið New York Times fyrir skemmstu þar sem hún var spurð út í Ozempic-æðið en um er að ræða lyf sem fjölmargar stjörnur í Hollywood hafa notað í þeim tilgangi að léttast.

„Í sannleika sagt veit ég ekki hvað Ozempic er. Það eina sem ég veit er að þetta er pilla sem fólk tekur eða eitthvað álíka.“

Þegar blaðamaður útskýrði fyrir henni hvað lyfið gerði sagði hún: „Guð minn góður. Það hljómar hræðilega. Við skulum endilega borða meira.“

Winslet opnaði sig svo um baráttu sína við átröskun en það gerðist um það leyti sem hún lék í Titanic við hlið Leonardo DiCaprio.

Var Winslet gagnrýnd á þeim tíma fyrir að vera of þung og lýsti leikkonan og skemmtikrafturinn Joan Rivers því á sínum tíma að Kate Winslet hefði sökkt Titanic vegna þyngdar sinnar. Þetta hafði mikil áhrif á Winslet sem þróaði með sér átröskun í kjölfarið.

„Ég sagði aldrei neinum frá þessu,“ sagði leikkonan og bætti við að almennt væri fólki hrósað fyrir að léttast. Það væri samasemmerki milli þess að léttast og líta vel út.

Winslet opnaði sig um orðræðuna á sínum tíma í viðtali við hlaðvarpsþáttinn Happy Sad Confused. Í honum sagðist hún hafa óskað þess að hafa svarað betur fyrir sig á sínum tíma þegar gagnrýnin var sem mest.

„Ég hefði sagt: „Ekki dirfast að koma svona fram við mig. Ég er ung kona, líkaminn minn er að breytast og ég er að átta mig á hlutunum, ég er mjög óörugg, ég er hrædd og ekki gera þetta erfiðara en þetta er nú þegar.““

Winslet bætti því við að sem betur fer væri þetta að breytast, sérstaklega í kvikmyndabransanum. Áður fyrr hefði staðan verið hræðileg og fyrst hafi verið spurt um holdafar ungra leikkvenna áður en talið barst að hinum raunverulegu þáttum leiklistarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli