fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Dauðhræddur er hann varð vitni að slagsmálum í vinnunni: Öskur og veggirnir titruðu – ,,Svitinn lekur af honum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 20:30

Graham Kavanagh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fleiri harðhausar í fótboltanum en Roy Keane en hann er þekktur fyrir að vera mjög skapstór og gerði garðinn frægan með Manchester United.

Keane var einnig þjálfari Sunderland frá 2006 til 2008 og vann þar með bæði Greg Halford og Graham Kavanagh.

Halford segir frá óhugnanlegu augnabliki sem átti sér stað 2007 en slagsmál áttu sér þá stað á skrifstofu Keane – Halford var sjálfur að bíða fyrir utan og vildi fá að ræða við þjálfara sinn.

Kavanagh og Keane höfðu lent í slagsmálum eftir heiftarlegt rifrildi en sá fyrrnefndi var einnig gríðarlega skapstór. Kavanagh og Keane höfðu þekkst í mörg ár en þeir voru samherjar í írska landsliðinu um tíma.

,,Í eitt skipti var ég á leiðinni inn á skrifstofu Keane og Graham Kavanagh var að koma út,“ sagði Halford.

,,Ég sit fyrir utan skrifstofuna og heyri öskur, ég heyri í borðinu hreyfast og finn að veggirnir eru að titra. Ég hugsaði bara með mér að ég vildi ekki vera næstur inn.“

,,Kavs kemur út og skyrtan hans er rifin og svitinn lekur af honum. Ég spurði hvað í andskotanum hafi átt sér stað þarna inni.“

,,Hann svaraði mér: ‘Ég hélt honum upp við vegginn og hann var að reyna að rífa mig úr treyjunni.’

,,Ég var steinhissa og dauðhræddur, ég vildi ekki vera næstur inn. Hann var að slást við Kavs og hann tapaði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim með versta árangur allra

Amorim með versta árangur allra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“

Guðjón lýsir athæfi Óskars í umtalaðri ferð sem glórulausu klúðri – „Hann verður bara að taka það á sig, ég get ekki gert það fyrir hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“

Einlægur Guðjón Pétur fer yfir ákvörðun sína – „Ég er mjög stoltur af þessum ferli“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu