fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Hætti vegna hjartavandamála og þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Þyrfti að fara í margar ítarlegar skoðanir“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 22:25

Aguero með kagganum sínum. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert til í þeim sögusögnum að Sergio Aguero sé að snúa aftur á völlinn þremur árum eftir að hafa lagt skóna á hilluna.

Aguero hætti 2021 vegna hjartavandamál en var orðaður við Independiente í heimalandinu í síðustu viku.

Carlos Tevez, fyrrum liðsfélagi Aguero í argentínska landsliðinu og Manchester City, er stjóri Independiente og opnaði dyrnar fyrir hans komu.

Sögusagnir fóru þá af stað að Aguero gæti verið að taka skóna af hillunni en hann þvertekur fyrir þann orðróm.

,,Þetta er algjör lygi, ég er ekki að fara að æfa með Independiente og er ekki að því,“ sagði Aguero.

,,Stundum ákveða fjölmiðlar að búa til lygasögur. Ég hef rætt við hjartalækni minn og hann segir að ég sé heilbrigður og að það sé mikilvægt að ég haldi mér þannig.“

,,Að æfa með liði í efstu deild Argentínu er annað mál, ég þyrfti að fara í margar ítarlegar skoðanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United furðu lostnir eftir tíðindi af Onana í gær

Stuðningsmenn United furðu lostnir eftir tíðindi af Onana í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins