fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 10:30

Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildarmynd, The Greatest Love Story Never Told, greinir stórstjarnan Jennifer Lopez frá ofbeldi og misnotkun sem hún var beitt í fyrri samböndum sínum. 

„Það var fólk í lífi mínu sem sagði „ég elska þig“ og gerði síðan hluti sem samrýmdust ekki orðinu „ást,“ segir Lopez, sem greinir sjónrænt frá áföllum fortíðarinnar í atriði í kvikmyndinni „This Is Me … Now: A Love Story“ sem kallast „glerhúsið,“ þar sem hún syngur lagið Rebound.

„Þegar þú ert í aðstæðum sem eru óþægilegar og sársaukafullar þá verður þú að ná botninum svo þú getir loksins sagt: „Ég vil þetta ekki lengur.“

Hvað ef dóttir þín er í sömu aðstæðum?

Minnist Lopez þess að meðferðaraðili hafi einu sinni spurt hana hvernig hún myndi meðhöndla ofbeldisaðstæður ef dóttir hennar væri í slíkum aðstæðum.

„Þetta var svo skýrt. Ég myndi segja henni: „Farðu héðan og líttu aldrei til baka,“ en fyrir sjálfa mig var þetta svo flókið. Það var eins og ég væri að horfa í gegnum þoku.“

Lopez segir tökurnar hafa reynt á sig andlega, en hún segist aldrei hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi af neinum sinna fyrrverandi.

„Ég var aldrei í sambandi þar sem ég var lamin, guði sé lof, en það var tekið harkalega á mér, ýtt við mér og aðrir ósmekklegir hlutir. Á grófan máta og af virðingarleysi.“

Í endurminningum hennar, True Love, sem komu út árið 2014 segist Lopez hafa verið misnotuð „andlega, tilfinningalega, munnlega“ misnotuð en nefnir engan á nafn.

Lopez og Ben Affleck giftu sig í Las Vegas í júlí 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum