Þrír nýir aðilar voru kjörnir í stjórn KSÍ um helgina en Ingi Sigurðsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson eru allir mættir inn í stjórnina.
Ingi hefur áður setið í stjórn sambandsins en Sveinn og Þorkell koma nýir inn. Pálmi Haraldsson hlaut endurkjör en Sigfús Ásgeir Kárason rétt missti af sæti en hann sóttist eftur endurkjöri.
Átta sitja í stjórn KSÍ en fjórir eru í framboði á ári hverju. Þorvaldur Örlygsson var svo kosinn sem formaður stjórnar.
Kosnir í stjórn:
Ingi Sigurðsson
Pálmi Haraldsson
Sveinn Gíslason
Þorkell Máni Pétursson
Auk Inga, Pálma, Sveins og Þorkels Mána sitja Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson í stjórn og lýkur kjörtímabili þeirra í febrúar 2025.