fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Sigurstranglegur forsetaframbjóðandi stígur brátt fram

Eyjan
Mánudaginn 26. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni hermir að brátt muni draga til tíðinda varðandi frambjóðendur til embættis forseta Íslands. Haft er fyrir satt að Halla Tómasdóttir muni, senn hvað líður, stíga fram og lýsa yfir framboði. Ljóst þykir að geri hún það muni það gera drauma annarra, þeirra sem þegar lýst hafa yfir framboði, að engu.

Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Halla reynir fyrir sér í baráttu um embættið. Í forsetakosningum 2016 hlaut hún tæplega 28 prósent atkvæða og varð önnur á eftir sigurvegaranum, Guðna Th. Jóhannessyni, sem hlaut um 40 prósent. Næstur Höllu varð Andri Snær Magnason með um helming fylgis Höllu, þannig að ljóst er þau Halla og Guðni Th. báru höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur þegar talið var upp úr kjörkössunum.

Margt hefur breyst frá árinu 2016. Til dæmis hefur kjósendum á kjörskrá fjölgað nokkuð ef að líkum lætur, en á kjörskrá voru þá tæplega 245 þúsund manns. Landsmönnum hefur fjölgað hratt frá þessum tíma, eins og kunnugt er.

Með Höllu í embætti forseta þykir ljóst að áhersla í embættisfærslu forseta yrði með alþjóðlegri blæ en verið hefur í tíð Guðna forseta, enda hefur Halla starfað um langt árabil á erlendri grundu og þykir vel kynnt og hafa traust alþjóðlegt tengslanet.

Uppi hefur einnig verið orðrómur um að Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur, hafi einnig verið að íhuga og meta sína stöðu í þessu samhengi. Orðið á götunni er að hann muni seinþreyttur til framboðs og ekki talið líklegt að hann muni taka af skarið og bjóða sig fram. Geri hann það, á hinn bóginn, er ljóst að um verður að ræða eins konar tveggja turna tal og aðrir frambjóðendur, framkomnir og óframkomnir, gætu pakkað saman og snúið sér að öðru en að berjast um hylli kjósenda til embættisins.

Tíminn einn mun leiða þetta í ljós en fyrir liggur að nú fer að sneiðast um þann tíma sem menn hafa til að tilkynna um framboð sitt, en frestur til þess rennur út 26. apríl og þá þarf um leið að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda úr öllum kjördæmum.

Líklegt er því að til tíðinda dragi í þessum efnum von bráðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit