fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Þorsteinn brattur fyrir morgundeginum – „Kom aldrei til greina hjá UEFA að hann færi fram að kvöldi til“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 12:24

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands segir alla leikmenn heila heilsu fyrir slaginn gegn Serbíu á morgun. Um er að ræða seinni leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar.

Liðið sem fer með sigur á morgun heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar. Fyrri leikurinn fór fram í Serbíu og endaði 1-1.

„Við viljum bæta ýmsa hluti, við viljum aðeins vera beinskeyttari með boltann. Halda betur í hann ofar á vellinum, reyna að búa til fleiri möguleika,“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í dag.

„Í seinni hálfleik náðum við að spila í gegnum fyrstu pressuna en gekk illa þegar fremstu menn komust í boltann, þá misstu við hann fljótt.“

Þorsteinn segir það skipta miklu máli að íslenska liðið haldi sér í deild þeirrar bestu. „Þetta skiptir máli upp á framhaldið, varðandi umspil og annað. Það skiptir máli að vera í A-deild Þjóðadeildarinnar.“

Allir leikmenn íslenska hópsins eru klárir á morgun. „Það voru allar með á æfingu í dag, smá hnjask hér og þar en nánast allar klárar.“

Leiktíminn er ekki hentugur fyrir vinnandi fólk en hann hefst klukkan 14:30 á Kópavogsvelli. „Þetta er veruleikinn sem við erum í, sýnir stöðuna á íslenskum fótbolta varðandi gæði valla og umgjarðar. Við eigum ekki völl til að spila á, það kom aldrei til greina hjá UEFA að hann færi fram að kvöldi til.“

Þorvaldur Örlygsson var kjörinn formaður KSÍ um helgina og er Þorsteinn sáttur með það. „Ég held að það væri erfitt fyrir mig að segja eitthvað neikvætt, Toddi er toppmaður. Vonandi koma ferskir vindar með honum og hann nái að sameina hreyfinguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans