Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var himinlifandi í kvöld eftir leik liðsins við Chelsea í deildabikarnum.
Liverpool vann með ungt lið innanborðs en Virgil van Dijk skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri.
Um var að ræða sjálfan úrslitaleikinn og var Klopp að sjálfsögðu stoltur og sáttur eftir lokaflautið.
,,Það sem gerðist hér í kvöld var algjörlega klikkað, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Klopp eftir leik.
,,Við vorum með leikmenn úr akademíunni á vellinum og þeir sýndu mikinn karakter. Það er ótrúlegt hvað átti sér stað í kvöld.
,,Það klikkaða er að við áttum þetta skilið. Við vorum heppnir og þeir voru líka heppnir, leikurinn var erfiður.