Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, gat fagnað í kvöld eftir sigur sinna manna gegn Chelsea í deildabikarnum.
Liðin áttust við í sjálfum úrslitaleiknum en ungt lið Liverpool hafði betur 1-0 eftir framlengdan leik.
Chelsea er með marga rándýra leikmenn innanborðs en gengið í vetur hefur hins vegar verið arfaslakt á köflum.
,,Úrslitin sýna þér að fótboltinn snýst ekki bara um peninga,“ sagði Carragher á Sky Sports.
,,Þetta snýst um að fá inn rétta leikmenn og mynda rétta tengingu á milli þeirra leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna.“
,,Chelsea er klárlega með gæði í sínum hóp en tengingin hefur verið lítil sem engin í vetur.“