fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Vignir Már blæs á kjaftasögur um framboðið sitt sem reynt hefur verið að planta

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns KSÍ segir það af og frá að hann sé frambjóðandi ÍTF, íslensk toppfótbolta. Þessum kjaftasögum hefur verið haldið á lofti undanfarnar vikur.

Í hlaðvarpsþáttum og í kaffispjöllum hefur því verið haldið fram að Vignir sé mættur í framboð til að sinna þeirra hagsmunum.

Frambjóðandinn frá Akureyri segir þetta af og frá og svaraði fyrir þetta í Þungavigtinni í dag.

„ÍTF, innan þessu er fjöldi félaga. Þetta eru 70 prósent at iðkendum í fótbolta, þetta eru hagsmunasamtök. Það verður að vera samvinna og samstaða á milli þessara aðila, hún hefur ekki verið nógu góð,“ segir Vignir.

Vignir mun á laugardag komast að því hvort framboð hans fái brautargengi en Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson sækjast einnig eftir starfinu.

Hann segir ekki vera mættur til þess að vinna að hagsmunum sem fáir útvaldir vilja, hann muni vinna fyrir heildina.

„Að ég sé handbendi ÍTF, ég er landsbyggðar maður. Það eru einhver, ég er ekki handbendi ÍTF. Viðar Halldórsson er ágætur vinur minn, skemmtilegur húmoristi. Ég ætla ekki að neita vini mínum af því ég er í framboði til formanns KSÍ, ég og Viðar erum ekki alltaf sammála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill