fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Sport

Öskubuskuævintýrið heldur áfram: Leicester sigraði Man City

Refirnir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar – Með sex stiga forystu eftir 3-1 útisigur á Etihad-vellinum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. febrúar 2016 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leicester City sigraði Manchester City með þremur mörkum gegn einu þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Með sigrinum hélt Leicester toppsæti deildarinnar en liðið hefur verið á ótrúlegri siglinu þetta tímabilið.

Um sannkallaðann toppslag var að ræða en fyrir leikinn munaði aðeins þremur stigum á liðunum og því yrði sigurvegarinn í efsta sæti deildarinnar að leik loknum.

Leikurinn hófst í hádeginu og leikið var á Etihad í Manchester. Gestirnir frá Leicester komust yfir strax á þriðju mínútu en þá skoraði Robert Huth af stuttu færi inn í vítateig City.

Þannig stóðu leikar í hálfleik. Leicester komst svo í tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá skoraði Riyad Mahrez. Robert Huth bætti svo við sínu öðru marki í leiknum og þriðja marki Leicester á 60 mínutu.

Staðan var því orðin þrjú mörk gegn engu, gestunum í vil. Argentínski framherjinn Sergio Aguero náði að klára í bakkann fyrir City með marki á 87 mínútu en lengra komust heimamenn ekki og lokatölu 3-1 fyrir Leicester.

Öskubuskuævintýri Leicester City heldur því áfram en með sigrinum má segja að Refirnir hafi tekið stórt skref í átt að sínum fyrsta Englandsmeistaratitli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“