Fjölmiðill í Brasilíu hraunar yfir Kylian Mbappe og segir hann í raun bera ábyrgð á því að PSG hefur ekki gengið betur undanfarin ár.
Athygli vekur að Neymar, fyrrum samherji Mbappe hjá PSG setur læk við færsluna og virðist sammála. PSG seldi Neymar síðasta sumar.
Mbappe hefur fengið að ráð asni miklu hjá PSG síðustu árin en hefur nú ákveðið að fara frítt frá félaginu í sumar.
„Enginn á að vera stærri en félagið;“ segir meðal annars í greininni.
„Félagið kunni það að fá til sín bestu leikmenn í heimi. Þegar það fór að ganga vel var það egóið hjá frönskum leikmanni sem skemmdi alla stemmingu.“
Fréttin heldur svo áfram. „Það pirraði Mbappe að leikmenn töluðu spænsku, hann hótaði að fara. PSG fór að selja þá leikmenn sem Mbappe vildi ekki hafa og fékk franska leikmenn inn.“
„Eftir að hafa gert allt sem hann bað um þá lét Mbappe félagið vita að hann ætlaði að fara.“
Mbapp er líklega að ganga í raðir Real Madrid en það hefur verið draumur hans um langt skeið.
View this post on Instagram