fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Allt fór til fjandans eftir að hann hafnaði samningi frá Tottenham – Ferillinn aldrei náð flugi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fjallað um leikmanninn Nathan Oduwa í enskum miðlum í dag en hann hefur átt ansi athyglisverðan feril.

Oduwa var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma en hann var á mála hjá Tottenham frá 2007 til 2017.

Þegar Oduwa var 18 ára gamall var honum boðið fínasta samning hjá Tottenham en vildi loforð um að hann fengi að spila með aðalliðinu.

Tottenham neitaði að samþykkja þá kröfu og eftir lánssamninga við Colchester og Peterborough fékk Oduwa nóg.

Hann ákvað að yfirgefa Tottenham á frjálsri sölu og tókst að skrifa undir hjá Olimpija Ljubljana í Slóveníu.

Fyrrum undrabarnið hefur ekki staðist væntingar síðan þá en hann er 27 ára gamall og hefur leikið með sex liðum frá árinu 2018.

Oduwa sér væntanlega verulega eftir því að hafa hafnað langtímasamningi við Tottenham en hann er í dag á mála hjá Chungbuk Cheongju í næst efstu deild í Suður Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt