Það er fjallað um leikmanninn Nathan Oduwa í enskum miðlum í dag en hann hefur átt ansi athyglisverðan feril.
Oduwa var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma en hann var á mála hjá Tottenham frá 2007 til 2017.
Þegar Oduwa var 18 ára gamall var honum boðið fínasta samning hjá Tottenham en vildi loforð um að hann fengi að spila með aðalliðinu.
Tottenham neitaði að samþykkja þá kröfu og eftir lánssamninga við Colchester og Peterborough fékk Oduwa nóg.
Hann ákvað að yfirgefa Tottenham á frjálsri sölu og tókst að skrifa undir hjá Olimpija Ljubljana í Slóveníu.
Fyrrum undrabarnið hefur ekki staðist væntingar síðan þá en hann er 27 ára gamall og hefur leikið með sex liðum frá árinu 2018.
Oduwa sér væntanlega verulega eftir því að hafa hafnað langtímasamningi við Tottenham en hann er í dag á mála hjá Chungbuk Cheongju í næst efstu deild í Suður Kóreu.