Roberto Firmino tókst loksins að skora mark í gær er lið hans Al Ahli spilaði við Al Akhoud í Sádi Arabíu.
Firmino skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum og jafnaði þar metin í 2-2 fyrir hans menn.
Al Ahli endaði þó á að tapa leiknum en Al Akhoud gerði sigurmark í seinni hálfleik til að tryggja sigur.
Þetta var fyrsta mark Firmino í heila sex mánuði en hann kom til félagsins frá Liverpool í sumar.
Al Ahli var þá að tapa sínum fyrsta deildarleik síðan í október á síðasta ári.