Það getur reynst þrautinni þyngri fyrir erlenda framherja að venjast ensku úrvalsdeildinni sem er sterkasta deildarkeppni í heimi.
Rasmus Hojlund framherji Manchester United fékk að finna fyrir því og skoraði ekki í fyrstu fjórtán deildarleikjum sínum.
Hann hefur síðan þá skorað í sex leikjum í röð og mörkin í deildinni því í heildina orðin sjö.
Mohamed Salah skorað sem dæmi tvö mörk á sínu fyrsta tímabili á Englandi þegar hann var með Chelsea.
Son Heung-Ming skoraði svo fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili með Tottenham svo dæmi sé tekið.
Samanburð um þetta má sjá hér að neðan.