Florian Plettenberg blaðamaður í Þýskalandi segir frá því að FC Bayern sé að skoða það að ráða Ole Gunnar Solskjær til starfa og það tímabundið.
Solskjær hefur ekki fengið starf frá því að Manchester United rak hann haustið 2021.
Solskjær hefur fengið mörg tilboð en ekki hoppað á neitt, hann gæti hugsað sér að taka tímabundið við Bayern.
Forráðamenn Bayern eru enn með það plan að halda Thomas Tuchel út tímabilið en pressa er á félaginu að reka hann.
Forráðamenn Bayern vilja reyna að fá Xabi Alsono frá Leverkusen til að taka við í sumar en Solskjær gæti verið tímabundinn lausn.