fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Orðið á götunni: Smekklaus yfirlýsing skólastjórans vekur furðu í Verslunarskólanum

433
Mánudaginn 19. febrúar 2024 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að innan Verslunarskóla Íslands hristi margir hausinn eftir að skólastjórinn ákvað að blanda sér með afgerandi hætti inn í kosningabaráttu knattspyrnuhreyfingarinnar. Kosið verður um formann KSÍ á næsta laugardag.

Orðið á götunni er að mörgum innan skólans finnist það furðulegt að Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri skólans ákveði að senda fram stuðningsyfirlýsingu og blanda sér með afgerandi hætti inn í þetta mál.

Guðrún lýsti yfir stuðningi við Vigni Má Þormóðsson en hann er að berjast við Guðna Bergsson og Þorvald Örlygsson um stöðuna. 147 þingfulltrúar á ársþingi KSÍ taka ákvörðun um hver þeirra fær starfið.

Guðrún Inga var lengi vel í stjórnunarstörfum hjá KSÍ og var varaformaður sambandsins þegar Guðni var áður formaður. Kaldar kveðjur á gamlan vinnufélaga að styðja Vigni með þessum hætti.

Guðrún veit vel hvað hún er að gera enda á hún mikið af stuðningsfólki í knattspyrnuhreyfingunni og yfirlýsing hennar gæti svo sannarlega sópað inn atkvæðum fyrir Vigni.

Guðrún Inga er í ábyrgðarstöðu innan skólans, þætti það eðlilegt ef Guðni Th. Jóhannesson myndi blanda sér í baráttuna eða Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri? Líklega ekki og mörgum þykir yfirlýsing skólastjórans því smekklaus.

Á kaffistofum og göngum Verslunarskólans er málið rætt og ekki eru allir sammála um þessa ákvörðun skólastjórans að stíga svona inn í opinbera baráttu. Er orðið á götunni að svona yfirlýsingar geri fátt annað en að ýta undir leðjuslag á síðustu metrum baráttunnar. Eitthvað sem knattspyrnuhreyfingin þarf ekki á að halda.

Ársþing KSÍ er iðulega áhugaverður viðburður, fáir þora að taka til máls en málin eru frekar rædd í reykfylltum bakherbergjum. Sum félög leggja mikið upp úr þinginu en önnur gera lítið annað en mæta, drekka kaffi og taka þátt í að kjósa formann og stjórnarfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“