fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Elvar Geir og Tómas ræddu stuðningsyfirlýsingu föstudagsins – „Þetta er mikið fyrir högg fyrir Guðna“

433
Mánudaginn 19. febrúar 2024 08:30

Guðrún fyrir miðju og Vignir t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli þegar Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verslunarskóla Íslands og fyrrum varaformaður KSÍ lýsti yfir stuðningi við Vigni Má Þormóðsson í framboði til formanns KSÍ. Þetta gerði hún fyrir helgi

Vignir er að berjast um stólinn við Guðna Bergsson og Þorvald Örlygsson en 147 fulltrúar kjósa til formanns eftir átta daga.

Guðrún Inga var lengi vel í stjórnunarstörfum hjá KSÍ og fer fögrum orðum um Vigni sem sat í tólf ár í stjórn KSÍ en hætti árið 2019.

Meira:
Skólastjóri Verslunarskóla Íslands styður Vigni – „Hefur óteljandi kosti sem munu nýtast honum í embætti“

Guðrún Inga var meðal annars varaformaður KSÍ þegar Guðni Bergsson var formaður. Í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-977 er því lýst sem talsverðu höggi fyrir Guðna.

„Þetta er mikið fyrir högg fyrir Guðna,“ segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

Tómas Þór segir þetta merkilega yfirlýsingu þar sem Guðrún Inga hafi mikla virðingu í fótboltasamfélaginu.

„Það er það virkilega og stórt fyrir Vigni, það eru fáir einstaklingar og sérstaklega konur. Hún og Borghildur sem hafa mesta virðingu kvenna í þessum bransa og þvert á kyn. Þetta var högg fyrir Guðna.“

Elvar Geir tók þá aftur til máls. „GunnInga var varaformaður KSÍ þegar Guðni var formaður en lýsir yfir stuðningi við Vigni í þetta embætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref