Wayne Rooney, fyrrum samherji Cristiano Ronaldo, segir að Portúgalinn sé lítið fyrir það að spila með liðsfélögum sínum og vilji aðeins skora mörk.
Rooney og Ronaldo léku lengi saman hjá Manchester United en sá síðarnefndi er enn að og er í Sádi Arabíu.
Ronaldo hefur oft verið kallaður sjálfselskur á sínum ferli og er það eitthvað sem Rooney getur tekið undir.
Rooney ræddi bæði Ronaldo og Lionel Messi en þeir voru um tíma tveir bestu leikmenn heims.
,,Ef við tökum Cristiano Ronaldo, hann hugsar um mörk. Honum er sama um allt annað,“ sagði Rooney.
,,Þetta snýst um mörk, bara mörk. Ef þú horfir á Messi, hann vill spila leikinn meira en Ronaldo.“