fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Stjarnan fær gríðarlegt skítkast fyrir saklausa færslu: Sagði nýtt barn vera á leiðinni – ,,Það er eitthvað að þér ofdekraði krakki“

433
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Neymar er oft á milli tannanna á fólki en hann hefur verið umdeildur í þónokkur ár.

Neymar er forríkur og hikar ekki við að eyða eigin peningum en hann spilar í dag með Al Hilal í Sádi Arabíu.

Neymar spilaði fyrir það með Barcelona og Paris Saint-Germain en hefur ekki spilað í langan tíma vegna meiðsla.

Það þarf lítið til að fólk bauni á Neymar á samskiptamiðlum en hann fékk enn og aftur hatur eftir nýja færslu á Instagram.

,,Nýtt barn!“ skrifaði Neymar og birti mynd af rándýrri Rolls Royce Ghost bifreið sem hann var að fjárfesta í.

Kommentin sem fylgdu voru svo sannarlega ekki falleg en Neymar er ekki of vinsæll í Sádi eftir að hafa lítið sem ekkert spilað eftir að hafa meiðst á síðasta ári.

,,Þú ert svo asnalegur. Nýtt barn? Ertu að líkja börnum við bíla? Það er eitthvað að þér ofdekraði krakki,“ skrifar einn til Neymar. Annar bætir við: ,,Eins fallegt og það er að eignast börn þá ert þú ekki fær, ekki eignast fleiri börn.“Neymar á nú þegar tvö börn og er það þriðja á leiðinni en kærasta hans er komin um fjóra mánuði á leið.

Hér má sjá myndir af bifreiðinni sem og færslu Neymar.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð

Arsenal vill manninn sem barðist við Rúnar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Í gær

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool

Hugsanlega mikið áfall fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð