Manchester City 1 – 1 Chelsea
0-1 Raheem Sterling(’42)
1-1 Rodri(’83)
Manchester City mistókst að leggja Chelsea á heimavelli í dag en liðin áttust við á Etihad.
Chelsea komst yfir í þessum leik eða á 42. mínútu er Raheem Sterling kom boltanum í netið.
Sterling var að skora gegn sínum gömlu félögum og virtist lengi vera að tryggja Chelsea sigurinn.
Rodri jafnaði hins vegar metin fyrir meistarana á 83. mínútu og jafntefli staðreynd í stórleik helgarinnar.
City átti heil 32 skot að marki gestanna en þó fóru aðeins fimm af þeim á rammann.