Chelsea hefur fengið gríðarlega góðar fréttir fyrir úrslitaleik deildabikarsins sem verður gegn Liverpool.
Fyrirliði Chelsea, Reece James, er nánast klár í slaginn en hann hefur ekki spilað leik síðan í desember.
James er byrjaður að æfa að fullu með aðalliði Chelsea en hann hefur aðeins leikið níu leiki í vetur.
Útlit er fyrir að James geti spilað úrslitaleikinn sem fer fram þann 25. febrúar næstkomandi.
Litlar líkur eru þó að James verði í hóp er Chelsea spilar við Manchester City seinna í dag.