Kylian Mbappe myndi ekki hjálpa Arsenal að vinna ensku úrvalsdeildina að sögn skosku goðsagnarinnar Ally McCoist.
Mbappe hefur verið orðaður við Arsenal í þessari viku en hann virðist vera á förum frá Paris Saint-Germain.
Real Madrid er líklegast til að semja við frönsku stórstjörnuna sem mun heimta gríðarlega há laun hvert sem hann fer.
,,Arsenal yrði ekki sigurstranglegast með komu Mbappe, ég myndi samt segja Manchester City,“ sagði McCoist.
,,Ég elska þennan strák, hann er frábær leikmaður og ég mun aldrei gleyma þrennunni sem hann skoraði á HM.“
,,Að mínu mati er aðeins eitt félag sem kemur til greina fyrir hann og það er Real Madrid.“