Harry Kane er orðinn betri leikmaður í dag eftir að hafa skrifað undir hjá Bayern Munchen í sumar.
Þetta segir Antonio Conte, fyrrum þjálfari Kane, en þeir unnu saman hjá Tottenham um tíma.
Kane ákvað að kveðja Tottenham og semja í Þýskalandi í sumar en þrátt fyrir hans mörk er liðið í miklum vandræðum bæði í deild og Meistaradeild.
,,Við erum að tala um framúrskarandi leikmann, tækifærið á að spila fyrir Bayern hefur gert hann að betri spilara,“ sagði Conte.
,,Það er ekki hægt að efast um hans getu fyrir framan markið. Hann þurfti á breytingu að halda og nýju félagi. Það var mikilvægt fyrir hann.“
,,Hann er klárlega einn besti leikmaður sem ég hef unnið með, hann er góð manneskja og flottur strákur.“