fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ashworth vill sjá United fara til Brighton og sækja hans hægri hönd

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 12:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er á fullu við að ráða inn starfsmenn á skrifstofu félagsins í kringum fótboltann, þetta kemur í kjölfarið á því að Sir Jim Ratcliffe sé að ganga frá kaupum sínum á 25 prósenta hlut í félaginu.

Dan Ashworth yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle hefur samþykkt að ganga í raðir United en félögin þurfa að ná saman um kaupverð.

Ashworth er samkvæmt ESPN að leggja áherslu á það að United sæki Sam Jewell sem sér um leikmannamál Brighton í dag.

Hjá Brighton störfuðu Ashworth og Jewell saman en Ashworth réð hann þar til starfa árið 2016.

Ashworth mun leggja áherslu á að fá Jewell með til Manchester United og fá hann til að aðstoða sig í leikmannamálum.

Jewell er eftirsóttur biti en Chelsea vill einnig sækja hann. Sam er sonur Paul Jewell sem gerði vel sem stjóri Wigan á árum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina