Manchester United er á fullu við að ráða inn starfsmenn á skrifstofu félagsins í kringum fótboltann, þetta kemur í kjölfarið á því að Sir Jim Ratcliffe sé að ganga frá kaupum sínum á 25 prósenta hlut í félaginu.
Dan Ashworth yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle hefur samþykkt að ganga í raðir United en félögin þurfa að ná saman um kaupverð.
Ashworth er samkvæmt ESPN að leggja áherslu á það að United sæki Sam Jewell sem sér um leikmannamál Brighton í dag.
Hjá Brighton störfuðu Ashworth og Jewell saman en Ashworth réð hann þar til starfa árið 2016.
Ashworth mun leggja áherslu á að fá Jewell með til Manchester United og fá hann til að aðstoða sig í leikmannamálum.
Jewell er eftirsóttur biti en Chelsea vill einnig sækja hann. Sam er sonur Paul Jewell sem gerði vel sem stjóri Wigan á árum áður.