Quincy Promes landsliðsmaður Hollands í knattspyrnu hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi við aðstoða innflutning á kókaíni.
Um var að ræða 1363 kíló af kókaíni en Promes er búsettur í Moskvu í Rússlandi.
Promes hefur spilað 50 landsleiki fyrir Holland og skorað í þeim sjö mörk.
Promes var dæmdur síðasta sumar í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa stungið frænda sinn í fjölskylduboði.
Ekki er þó líklegt að Promes fari á bak við las og slá, Promes er í dag leikmaður Spartak Moskvu og þar er enginn samningur um framsal.
Promes er að vinna í því að fá rússneskt vegabréf og er talið að það fari í gegn en hann hefur spilað fyrir Ajax, Sevilla og fleiri lið.