fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Varpar ljósi á sláandi fækkun lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. febrúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færri lögreglumenn starfa nú á höfuðborgarsvæðinu en þegar embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var stofnað árið 2007.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag.

Á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað hefur gríðarleg fólksfjölgun orðið á höfuðborgarsvæðinu og starfsumhverfi lögreglu þyngst.

Hvernig má þetta vera?

„Lög­reglu­mönn­um hef­ur hins veg­ar fækkað um heil 12%. Rúm­lega 40 færri lög­reglu­menn starfa hjá lög­reglu­stjór­an­um á höfuðborg­ar­svæðinu en þegar embættið var stofnað. Þá störfuðu þar 339 lög­reglu­menn en í fyrra var þessi tala kom­in niður í 297. Hvernig má þetta vera,“ spyr Þorbjörg í grein sinni.

Hún segir að tímabært sé að vekja athygli á því hversu alvarleg þessi staða er. Þannig þjóni þessir lögreglumenn tæplega 250 þúsund íbúum og verkefnin séu æði fjölbreytt og sum mjög þung. Íbúum hafi á þessu tíma­bili fjölgað um 25% en lög­reglu­mönn­um fækkað um 12%.

„Svo mik­il fækk­un get­ur ekki gengið upp hjá embætti sem fær til meðferðar 75-80% allra hegn­ing­ar­laga­brota á land­inu. Þess­ar töl­ur segja okk­ur þá sögu að fyr­ir hverja þúsund íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins starfa 1,2 lög­reglu­menn. Það blas­ir við að sú staða er óboðleg. Svo fáliðuð lög­regla er ógn við ör­yggi íbúa og hæpið að tala um að svo fáliðuð lög­regla búi við ör­uggt starfs­um­hverfi. Ný­leg dæmi af hót­un­um í garð lög­reglu­manna sýna enda að svo er ekki. Engu að síður gerðist það að árið 2024 fékk embættið á sig kröfu um 113 millj­ón króna niður­skurð frá stjórn­völd­um. Hjá stofn­un þar sem laun eru 85% af rekstr­ar­fé hef­ur það strax mik­il áhrif,“ segir hún.

Réttarkerfið afgangsstærð

Þorbjörg segir að fáliðuð löggæsla sé ekki vandi sem eingöngu er bundinn við höfuðborgarsvæðið. Yfir allt landið speglist þessar pólitísku áherslur stjórnvalda. „Fjöldi lög­reglu­manna á hverja 100 þúsund íbúa var næst­lægst­ur á Íslandi í sam­an­b­urði við 32 önn­ur Evr­ópu­ríki árið 2020. Staðan í alþjóðleg­um sam­an­b­urði er af­leit,“ segir hún.

Þorbjörg bendir á að árið 2013 hafi ríkislögreglustjóri metið það svo að 860 lögreglumenn væri algjör lágmarksþörf í landinu. Síðan hef­ur ekki bara orðið mik­il fólks­fjölg­un held­ur hef­ur fjöldi ferðamanna vaxið æv­in­týra­lega. Saka­mál­a­rann­sókn­ir eru flókn­ari og tíma­frek­ari en áður, meðal ann­ars vegna þess að af­brot teygja sig yfir landa­mæri. Þeir 895 lög­reglu­menn sem eru starf­andi á land­inu í dag eru þess vegna víðs fjarri lág­marksþörf,“ segir hún meðal annars í grein sinni.

Þorbjörg segir að næsta fjárlagafrumvarp muni sýna í verki hvort ríkisstjórnin ætli að halda áfram á sömu vondu braut eða fjárfesta í öryggi fólksins í landinu. Réttarkerfið geti ekki lengur verið afgangsstærð hjá ríkisstjórninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn er fundinn heill á húfi

Drengurinn er fundinn heill á húfi
Fréttir
Í gær

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni
Fréttir
Í gær

Hundruð milljóna gjaldþrot hjá fyrirtæki Ásgeirs – Fékk áður risasekt fyrir skattsvik

Hundruð milljóna gjaldþrot hjá fyrirtæki Ásgeirs – Fékk áður risasekt fyrir skattsvik