Gareth Southgate hefur staðfest það að enska landsliðið sé að fylgjast grant með miðjumanninum Kobbie Mainoo.
Mainoo er efnilegur leikmaður Manchester United en getur spilað bæði fyrir England sem og Gana.
Það er óvíst hvaða landslið verður fyrir valinu en Gana er að reyna allt í sínu veldi til að fá Mainoo í sínar raðir.
Southgate veit af hæfileikum Mainoo sem er aðeins 18 ára gamall og hefur spilað 14 leiki á tímabilinu.
,,Hann stendur sig frábærlega. Ég er ekki endilega viss um að hann verði varnarsinnaður miðjumaður,“ sagði Southgate.
,,Hann á nóg inni en hefur byrjað ferilinn stórkostlega og við munum halda áfram að fylgjast með hans frammistöðu.“