Curtis Jones, leikmaður Liverpool, hefur skotið föstum skotum að Arsenal eftir leik liðanna um síðustu helgi.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fagnaði að hætti Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir 3-1 sigur á Emirates.
Arteta fékk töluverða gagnrýni fyrir þetta ágæta fagn sem Klopp hefur gert frægt til margra ára.
Jones vill meina að Arsenal sé þar að herma eftir Liverpool – eitthvað sem margir aðrir hafa sagt.
,,Hvernig stjórinn rífur stuðningsmennina í gang, það er í raun eitthvað sem við erum þekktir fyrir,“ sagði Jones.
,,Ef þeir vilja stela okkar leið þá sýnir það að við erum á réttri braut og þeir vilja herma eftir okkur. Þeir geta átt sitt augnablik en það er langt eftir af tímabilinu.“