Endurkoma miðjumannsins Thiago Alcantara var heldur stutt en hann er nú að glíma við meiðsli enn eina ferðina.
Thiago hefur misst af meirihluta tímabilsins með Liverpool en sneri aftur um síðustu helgi gegn Arsenal.
Thiago kom við sögu í 3-1 tapi á Emirates en ljóst er að hann verður ekki með í næstu verkefnum.
Miðjumaðurinn kom til Liverpool 2020 og hefur samtals spilað 98 leiki í öllum keppnum.
Ansi ólíklegt er að Liverpool framlengi samning Thiago sem verður samningslaus næsta sumar.