Það er ljóst hvaða liðum Ísland mun mæta í Þjóðadeildinni á þessu ári en dregið var í riðlana nú í kvöld.
Leikirnir fara fram í september, október og svo nóvember en Ísland er í styrkleikaflokki B að þessu sinni.
Verkefnið verður ansi áhugavert fyrir íslensku leikmennina sem gera sér enn vonir á að komast á EM 2024 í gegnum einmitt sömu keppni.
Ísland fær ansi áhugaverða leiki í næstu keppni en riðilinn má sjá hér fyrir neðan sem og alla B deildina.
B-deild Þjóðadeildarinnar:
Riðill 1
Tékkland
Úkraína
Albanía
Georgía
Riðill 2
England
Finnland
Írland
Grikkland
Riðill 3
Austurríki
Noregur
Slóvenía
Kasakstan
Riðill 4
Ísland
Wales
Svartfjallaland
Tyrkland