Það eru ansi góðar líkur á því að Karim Benzema muni finna sér nýtt félag í sumar eftir dvöl í Sádi Arabíu.
Benzema og Marcello Gallard, þjálfari Al-Ittihad, eiga ekki skap saman og yfirgaf Frakkinn æfingu í vikunni án leyfis.
Gallard skipaði Benzema að æfa einn og ekki með leikmannahópnum en hann telur að framherjinn sé ekki í nógu góðu standi.
Það er eitthvað sem Benzema tók ekki í mál og frekar en að æfa einn þá fór hann heim.
Fjölmiðlar á Spáni líkt og Marca greina frá og taka miðlar í Sádi Arabíu undir þessar fréttir.