Chelsea er líklega á leið áfram í næstu umferð enska bikarsins en liðið spilar við Aston Villa á útivelli í kvöld.
Þessi lið áttust við á heimavelli Chelsea í síðasta mánuði en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.
Því þurfti að endurspila leikinn en Chelsea er nú að vinna 3-0 á Villa Park sem kemur mörgum á óvart.
Enzo Fernandez var að skora þriðja mark Chelsea beint úr aukaspyrnu en spyrnan var stórkostleg.
Myndband af markinu má sjá hér.
ENZO FERNANDEZ GOAL OF THE SEASON!!!!
pic.twitter.com/RtkGGwU1xX— Mod (@CFCMod_) February 7, 2024