fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Sjáðu umdeilda atvikið sem er á allra vörum – Var Taylor Swift dónaleg við Céline Dion?

Fókus
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 11:29

Skjáskot frá Grammy-verðlaunahátíðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru mikil fagnaðarlæti þegar kanadíska stórsöngkonan Céline Dion steig á svið Grammy-verðlaunahátíðarinnar síðastliðið sunnudagskvöld til að kynna plötu ársins.

Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem hún sést opinberlega en hún hefur lítið mætt á viðburði eftir að hún greindi frá því í desember 2022 að hún væri með taugasjúkdóm sem kallast „stiff person syndrome“ (SPS).

Sjá einnig: Standandi lófaklapp þegar Céline Dion steig á svið

Taylor Swift hreppti verðlaunin og kom á sviðið til að taka við styttunni. Hvernig hún tók við henni hefur verið mikið hitamál undanfarna daga en margir áhorfendur vilja meina að hún hafi snubbað Céline Dion. Hún kom spennt á svið og leit varla á stórsöngkonuna þegar hún tók við verðlaununum og fór svo að míkrafóninum til að halda þakkaræðuna.

Venjulega, sérstaklega þegar goðsögn í bransanum er að kynna verðlaunin, stoppar verðlaunahafinn augnablik, faðmar eða skiptist á nokkrum orðum við kynnirinn. Eins og þegar Miley Cyrus tók á móti verðlaunum frá Mariuh Carey sama kvöld.

Netverjar tóku fleiri dæmu frá verðlaunahátíðum síðustu ára.

„Svona á maður að gera þetta,“ sagði einn netverji og benti á myndband af Adele taka á móti verðlaunum frá Céline Dion.

Hvorki Taylor Swift né Céline Dion hafa tjáð sig um málið. Page Six greinir frá því að þær hafi spjallað saman baksviðs eftir atvikið og stillt sér upp fyrir mynd.

Mynd/Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“