fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Varalesari rýnir í uppnámið á milli Walkers og Maupey í gær – Þess vegna varð Walker brjálaður

433
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppnám varð á milli Kyle Walker og Neal Maupey í leik Brentford og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. City fór með öruggan 3-1 sigur af hólmi þar sem Phil Foden fór á kostum og skoraði þrennu.

Á 81. mínútu virtist ætla að sjóða upp úr þegar Walker missti stjórn á skapi sínu og ræddi bæði við dómara leiksins, Jarred Gillett, og fjórða dómarann, Stuart Attwell. Virtist Walker vera óhress með eitthvað sem Maupey lét út úr sér við hann en á þeirri stundu var mjög óljóst hvað hafði gerst.

Daily Mail fékk Jeremy Freeman, virtan varalesara, til að rýna í það sem fram fór á milli Walkers og dómara leiksins. „Ég ætla að rota hann,“ segir Freeman að Walker hafi sagt við fjórða dómara leiksins.

Gillett reyndi að sussa á Walker og biðja hann að hafa sig hægan en Walker brást við með því að benda á leikmannagöngin og segja Maupey að bíða eftir sér þar eftir leik.

Walker hélt áfram og reyndi að útskýra málið fyrir Gillett. „Dómari, hann talaði um börnin mín, hann talaði um börnin mín. Ekki einu sinni heldur tvisvar.“

Maupey svaraði því til að þetta væri ekki rétt og hann hefði ekki sagt neitt misjafnt við Walker um börnin hans. Gillett reyndi að róa leikmennina niður og sagði að best væri að ræða málið eftir leik. Engir eftirmálar urðu að atvikinu eftir því sem næst verður komið en Walker hefur verið áberandi í bresku pressunni síðustu daga vegna vandamála í einkalífinu.

Eiginkona hans, Annie Kilner, fór frá honum í janúarmánuði eftir að í ljós kom að Walker væri faðir stúlku sen Lauryn Goodman eignaðist síðastliðið haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár