Útlit er fyrir að varnarmaðurinn Lisandro Martinez verði frá í dágóðan tíma eftir leik gegn West Ham í dag.
Martinez var í byrjunarliði United í 3-0 sigri en haltraði af velli stuttu eftir að hafa snúið til baka í liðið.
Argentínumaðurinn var að jafna sig eftir erfið meiðsli en hann var frá í fjóra mánuði á þessari leiktíð.
,,Þetta er mjög, mjög slæmt fyrir hann og liðið,“ sagði Erik ten Hag, stjóri United, eftir leikinn í dag.
,,Það er útlit fyrir að þetta sé slæmt, við verðum að bíða og skoða stðuna. Við erum mjög sorgmæddir eins og er og getum aðeins vonað það besta.“