Thomas Muller hefur verið leikmaður Bayern Munchen allan sinn feril og spilar stórt hlutverk fyrir félagið í dag.
Muller er 34 ára gamall en hann lék með Bayern í 3-1 sigri á Gladbach í efstu deild Þýskalands í gær.
Þar vann sóknarmaðurinn sinn 500. keppnisleik á ferlinum með Bayern og er tölfræði hans í raun sturluð.
Muller hefur spilað 690 leiki fyrir aðallið Bayern og skorað 237 mörk og 500 af þessum leikjum hafa unnist.
Um er að ræða algjöra goðsögn í röðum Bayern sem hefur unnið deildarmeistaratitilinn tólf sinnum.
Muller er einnig landsliðsmaður Þýskalands og er 24 leikjum frá því að jafna leikjamet Lothar Matthaus sem lék 150 leiki á sínum tíma.