fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Svona metur Theodór Elmar möguleika Íslands í mars – „Mjög gott á köflum en dottið niður í algjört rusl þess á milli“

433
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 14:30

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KR, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM í mars. Elmar spilaði á sínum tíma 41 A-landsleik og telur hann okkar eiga fína möguleika.

„Ég myndi segja að þetta sé 60/40 leikur (Ísrael í vil), á að við vinnum í fyrstu umferðinni það er að segja.“

Elmar segir að hann hafi hrifist af landsliðinu á köflum undanfarin ár en stundum mætti gera mun betur.

„Ég er mjög spentur fyrir þessu. Við erum með flotta unga leikmenn að koma upp. Gæðalega séð er þetta ekkert síðra en þegar við vorum upp á okkar besta. En til dæmis 2016 vorum við með Jóa Berg og Birki Bjarna á köntunum. Þú þurftir aldrei að hafa áhyggjur af því að þeir myndu ekki elta mennina sína niður.

Mér hefur fundist þetta mjög gott á köflum en þetta hefur dottið niður í algjört rusl þess á milli.“

Miklar sviptingar urðu á karlalandsliðinu á skömmum tíma.

„Þetta gerðist aðeins of hratt. Bara alveg eins og hjá KR, það fóru of margir í einu. Það er erfitt að fylla í þessi skörð þegar við erum eins fámenn og við erum. Það koma bara upp ákveðið margir hæfileikaríkir leikmenn á ári. Við náum ekki að fylla alltaf upp í og það verður þannig áfram.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
Hide picture