Arsenal staðfestir á heimasíðu sinni að Rúnar Alex Rúnarsson hafi rift samningi sínum við félagið. Hann er að semja við FCK.
Rúnar var keyptur til Arsenal sumarið 2020 frá Dijon í Frakklandi en hann lék sex leiki fyrir aðallið Arsenal, þar af einn í deildinni.
Rúnar er 28 ára gamall en líklegt er talið að Arsenal borgi Rúnari talsverða upphæð við riftun samningsins.
Cardiff rifti samningi við Arsenal í dag þar sem Rúnar Alex hafði verið á láni.
Rúnar var á sínu fjórða tímabili hjá Arsenal en hefur í þrígang farið á láni.