Samkvæmt dönskum miðlum mun Arsenal og Rúnar Alex Rúnarsson ganga frá starfslokum hans og mun hann ganga frítt í raðir FCK í Danmörku.
Cardiff rifti samningi við Arsenal í dag þar sem Rúnar Alex hafði verið á láni.
Rúnar er á sínu fjórða tímabili hjá Arsenal en hefur í þrígang farið á láni.
Danskir miðlar segja að Rúnar muni koma frítt frá Arsenal þar sem enska félagið hafi samþykkt það að hann fari án endurgjalds.
Rúnar mun svo skrifa undir rúmlega þriggja ára samning við danska stórveldið.