Flavio Ognissanti blaðamaður á Ítalíu segir að Genoa sé ekki að gefa neitt eftir þegar kemur að verðmiðanum á Albert Guðmundssyni, Fiorentina vill kaupa hann í dag.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og fer Genoa fram á 25 milljónir evra og ekki krónu minna.
Fiorentina hefur þegar boðið 20 og 22 milljónir evra í Albert sem er sjálfur búinn að ná samkomulagi við Fiorentina.
Flavio Ognissanti segir að Fiorentina sé ekki með neinn annan kost á borði sínu, félagið vilji Albert en spurning sé hvort félögin nái saman.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og því eru aðilar í kappi við tímann en Albert hefur verið magnaður á þessu tímabili með Genoa.
#Gudmundsson–#Fiorentina, ore 13.05: situazione bloccata, il Genoa gioca al rialzo 💰 pic.twitter.com/6z1spUfG4n
— Flavio Ognissanti (@Flavio_Ognissan) February 1, 2024