Fiorentina er að gera allt til þess að reyna að fá Albert Guðmundsson sóknarmann Genoa í dag. Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.
Segja ítalskir miðlar frá því að Albert sjálfur sé búinn að semja við Fiorentina.
Mun hann þéna um 300 milljónir á ári fari hann til Fiorentina í dag. Það gerir rúmar 800 þúsund krónur í dag.
Fiorentina hafði áður boðið 20 milljónir evra í íslenska sóknarmanninn en Genoa vill meira.
Fabrizio Romano segir að Genoa sé til í að skoða það að selja Albert fyrir 25 milljónir evra í dag.
Félagaskiptaglugginn lokar í kvöld og því þarf Fiorentina að hafa hraðar hendur til að klófesta Albert.
#Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 (€2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews
— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024