Það vekur nokkra athygli að Marcus Rashford fær miklu betri meðferð frá Erik ten Hag miðað við það sem Jadon Sancho mátti þola frá hollenska stjóranum.
Rashford laug til um að hann væri veikur þegar hann var í reynd þunnur og þreyttur eftir tveggja daga djamm í Belfast.
Rashford hefur leyst málið með Ten Hag og gæti spilað gegn Wolves í kvöld.
Ten Hag var spurður að því hver væri munurinn á málunum. „Við gátum leyst allt innanhúss í þessu máli,“ segir Ten Hag.
„Sancho ákvað að gera þetta að opinberu máli,“ sagði Ten Hag en Sancho svaraði Ten Hag með yfirlýsingu og eftir það fékk hann ekki að æfa með liðinu.
„Jadon chose to go public.“
Erik ten Hag has explained why Manchester United dealt with the Jadon Sancho and Marcus Rashford situations differently. pic.twitter.com/YF9icSpMzj
— BBC Sport (@BBCSport) January 31, 2024