fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Áætlanir stjórnvalda sagðar ekki leysa vanda íþróttastarfs í Grindavík

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 17:17

Arnór Tristan Helgason,spilar með meistaraflokki Grindavíkur í Subway-deildinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Grindavíkur (U.M.F.G) hefur sent velferðarnefnd Alþingis umsögn vegna frumvarps um breytingu á lögum vegna sértæks húsnæðisstuðnings vegna náttúruhamfaranna í bænum. Segir í umsögninni að frumvarpið eins og það líti út núna muni ekki gagnast deildinni að neinu ráði og að það stefni í að deildin sem og aðrar deildir innan ungmennafélagsins einfaldlega leggist af vegna fjárskorts.

Umsögnin er birt á heimasíðu Alþingis en þó raunar undir frumvarpi um stuðning við greiðslu launa í Grindavík en umsögnin á bersýnilega við frumvarpið um sértækan hússnæðisstuðning.

Í umsögn körfuknattleiksdeildarinnar kemur fram að frumvarpið taki ekki mið af félögum sem rekin eru með óhagnaðardrifnum sjónarmiðum og megi þar nefna félög sem eru á Almannaheillaskrá Ríkisskattstjóra. Umsögnin komi frá Körfuknattleiksdeild U.M.F.G en eigi þó við um æskulýðsstarf félagsins í heild.

Kostnaður vegna leigu á eignum hafi margfaldast hjá deildinni og hafi hún ekki sömu tækifæri og einstaklingar til að sækja um leigustyrk frá ríkinu. Körfuknattleiksdeildin eigi til að mynda eign sem fjármögnuð hafi verið með lántöku sem ekki sé hægt að frysta líkt og um íbúðalán sé að ræða.

Eins og aðrar körfuknattleiksdeildir félaga sem eiga lið í Subway-deildum karla og kvenna hefur deildin meðal annars þurft að leigja íbúðir fyrir erlenda leikmenn liðsins og sá kostnaður hefur hækkað eftir að ekki var hægt að útvega leikmönnunum húsnæði í Grindavík.

Í umsögninni segir að með yfirstandandi hamförum sé öll íþróttastarfsemi í Grindavíkurbæ í uppnámi. Deildir U.M.F.G lifi á góðvild annarra íþróttafélaga. Allar fjárhagsáætlanir hafi brostið, kostnaður hafi aukist til muna og tekjur hafi dregist saman á sama tíma. Þetta muni hafa í för með sér að deildir innan U.M.F.G muni lognast út af á skömmum tíma.

Er það því ósk körfuknattleiksdeildarinnar að tekið verði tillit til félaga á Almannaheillaskrá Ríkisskattsstjóra við afgreiðslu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum