„Málefni Marcus Rashford er lokið,“ segir Erik ten Hag um stöðu framherjans sem skeit upp á bak um síðustu helgi og var settur út úr hóp vegna þess.
Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.
„Marcus hefur tekið ábyrgð á hegðunsinni og þetta er bara mál fyrir okkur að klára. Þessu er lokið.“
„Óvirðing? Það hefur ekkert með það að gera, yfirlýsing okkar er á hreinu og við viljum nú vinna fótboltaleiki.“
Fyrst um sinn bárust fréttir af því að Rashford hefði aðeins farið út á lífið á miðvikudag og segja ensk blöð í dag að það sé sagan sem Rashford byrjaði á að segja félaginu.
Daily Mail fjallar um það að Rashford hafi logið til að byrja með en áttað sig fljótlega á því að hann kæmist ekki upp með það.