fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Fimmta stóra vandamálið sem Ten Hag fær í andlitið – Leikmenn hlíða ekki og ítrekað sakaðir um gróft ofbeldi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Ten Hag stjóri Manchester United hefur þurft að taka ítrekað á vandamálum leikmanna utan vallar, nýjasta dæmið er Marcus Rashford sem fékk tveggja vikna sekt fyrir hegðun sína.

Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ten Hag þarf að svara fyrir hegðun leikmanna. Jadon Sancho fór síðasta haust í stríð við stjórann og neitaði að biðjast afsökunar.

GettyImages – Samsett mynd

Ten Hag hefur svo þurft að eiga við vandamál Antony sem er sakaður um ítrekað ofbeldi gegn unnustum sínum. Hann fékk Cristiano Ronaldo í andlitið og félagið rifti samningi við Ronaldo eftir stríð við Ten Hag.

Það er svo einnig málefni Mason Greenwood en félagið vildi ekki spila framherjanum eftir að lögregla felldi niður rannsókn á honum en hann var sakaður um hrottalegt ofbeldi í nánu sambandi.

„Hver annar þarf að takast á við svona vandamál?,“ segir Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður félagsins.

„Þetta eru endalausar sögur, þetta eru stórir karakterar sem virðast bara gera það sem þeir vilja.“

„Við erum alltaf að ræða um Ten Hag sem er að takast á við öll þessi vandamál. Við erum stærsta félag í heimi, hann leyfir leikmönnum ekki að komast upp með þetta og ég kann að meta það.“

„Getur stjórinn treyst leikmönnum? Það eru endalausar fréttir á forsíðum um þá, hann getur ekki treyst þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“